Eins og fram hefur komið leitar Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík eftir skrifstofu- og fjármálastjóra til starfa. Starfið felur í sér umsjón með bókhaldi, fjármálastjórn og almennri þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna sem telja um 2600 manns. Read more „Óskastarfið, umsóknarfrestur til 10. ágúst“
Mærudagar ganga vel
Nú standa yfir Mærudagar á Húsavík. Mikið fjölmenni er á Húsavík og allir í frábæru skapi. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í gær. Read more „Mærudagar ganga vel“
Tekist á um störf í matvælaframleiðslu
Fjölmiðlar hafa töluvert fjallað um yfirlýsingar forseta ASÍ um að fólk sniðgangi lambakjöt. Formaður Framsýnar blandaði sér inn í umræðurnar og fordæmi ummælin þar sem þau gætu kostað uppsagnir hjá fólki í matvælaframleiðslu. Read more „Tekist á um störf í matvælaframleiðslu“
Heilsuðu upp á áhöfn Jóhönnu
Formaður og varaformaður Framsýnar fóru í gær um borð í skútuna Jóhönnu frá Færeyjum og færðu áhöfninni rjómatertu. Einn af áhafnarmeðlimum er Kári Jacobsen sem er þekktur verkalýðsleiðtogi í Færeyjum en hann hefur nú hætt afskiptum af verkalýðsmálum. Read more „Heilsuðu upp á áhöfn Jóhönnu“
Óska starfið laust til umsóknar
Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík leitar eftir skrifstofu- og fjármálastjóra til starfa. Starfið felur í sér umsjón með bókhaldi, fjármálastjórn og almennri þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna sem telja um 2600 manns. Tölvu- og tungumálakunnátta og lipurð í mannlegum samskiptum er æskileg. Read more „Óska starfið laust til umsóknar“
Sjálfskipaður verkalýðsforingi
Ekki er nú öll vitleysan eins. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, var í útvarpsþætti í morgun á Bylgjunni að ræða yfirlýsingar forseta Alþýðusambandsins um að skora á Íslendinga að sniðganga lambakjöt. Read more „Sjálfskipaður verkalýðsforingi“
Undrast ummæli forseta ASÍ
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ um að hvetja neytendur til að sniðganga Íslenskt lambakjöt og þar með innlenda vöru og íslensk vinnuafl. Aðalsteinn segir að fjöldi starfa sé í hættu í kjötvinnslu fari menn að tilmælum forsetans. Read more „Undrast ummæli forseta ASÍ“
Drullu syfjaður í brúnni
Framsýn tók í dag á móti gömlum togarajöxlum sem komu til Húsavíkur í tilefni af Sail Húsavík. Togarajaxlarnir sem koma víða að voru með árshátíð í Sjallanum á Akureyri í gær og ætluðu svo að njóta þess að vera á Húsavík í dag. Um 100 sjómenn ásamt mökum komu í kaffihlaðborðið. Read more „Drullu syfjaður í brúnni“
Glæsileg Torgarahátíð framundan
Átthagafélag Torgara hefur ákveðið að blása til hátíðar 19. – 20. ágúst. Hér má sjá glæsilega dagskrá sem verður í boði á Torgarahátíðinni: Read more „Glæsileg Torgarahátíð framundan“
Allt á fullu á Laugum
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, heimsótti Fosshótel Laugar í dag. Þar var allt á fullu og voru starfsmenn ánægðir með sumarið, þrátt fyrir að sólin hafi ekki látið sjá sig mikið hafa ferðamenn ekki látið sig vanta í gistingu. Reiknað er með að um 2300 gestir komi til með að gista á hótelinu í sumar sé miðað við bókanir sem liggja fyrir. Read more „Allt á fullu á Laugum“
Unglingar úr Vinnuskólanum í heimsókn
Unglingar úr Vinnuskóla Norðurþings hafa í morgun setið og hlustað á forsvarsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna fræða þau um starfsemi stéttarfélaga og atvinnulífið í Þingeyjarsýslum. Unglingarnir stóðu sig vel og hlustuðu vel á talsmann stéttarfélaganna fara yfir þessi mikilvægu atriði. Read more „Unglingar úr Vinnuskólanum í heimsókn“
Líf og fjör í Vinnuskólanum
Fulltrúar Framsýnar voru á ferð um félagssvæðið í gær og komu víða við. Á Kópaskeri hittu þeir fyrir unglinga úr Vinnuskóla Norðurþings ásamt flokksstjóra. Þau voru ánægð með lífið enda gott veður eftir heldur leiðinlega tíð. Read more „Líf og fjör í Vinnuskólanum“
Hækkun til landbúnaðarverkamanna
Framsýn stéttarfélag hefur gert heiðursmanna samkomulag við Bændasamtök Íslands um að mánaðarlaun landbúnaðarverkamanna hækki um kr. 12.000 frá 1. júní 2011. Það er þrátt fyrir að ekki sé búið að ganga frá kjarasamningi milli aðila. Vonast er til að samningsaðilar gangi frá kjarasamningi á næstu vikum. Read more „Hækkun til landbúnaðarverkamanna“
Fundað í Karphúsinu vegna starfsmanna sveitarfélaga
Fulltrúar Framsýnar hafa síðustu daga fundað með Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga um nýjan kjarasamning. Viðræðurnar hafa gengið vel. Í gær var klárað að fara yfir öll efnisatriði samningsins og kröfugerð Framsýnar. Fallist var á að taka þær flestar inn í samninginn. Read more „Fundað í Karphúsinu vegna starfsmanna sveitarfélaga“
Ríkisstarfsmenn innan Framsýnar samþykkja kjarasamning
Niðurstaða liggur fyrir úr póstatkvæðagreiðslu um kjarasamning fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs og Starfsgreinasambands Íslands fh. aðildarfélaga s.s. Framsýnar. Kjarasamningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Samningurinn nær meðal annars til starfamanna á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Read more „Ríkisstarfsmenn innan Framsýnar samþykkja kjarasamning“
Boðað til fundar í kjaradeilu Framsýnar og Bændasamtakana
Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá vísaði Framsýn kjaradeilu félagsins við Bændasamtökin vegna landbúnaðarverkamanna til Ríkissáttasemjara síðasta þriðjudag. Read more „Boðað til fundar í kjaradeilu Framsýnar og Bændasamtakana“
Vinsamlegur fundur með fulltrúum sveitarfélaga
Framsýn boðaði til fundar í dag með fulltrúum Hvamms og sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum um stöðu kjaraviðræðna félagsins við Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga. Á fundinum var farið yfir kröfugerð félagsins fh. starfsmanna og þann hnút sem kominn er upp í viðræðunum þar sem ágreiningur er um launatöfluna sem kemur mjög illa við eldri starfsmenn, sérstaklega konur. Read more „Vinsamlegur fundur með fulltrúum sveitarfélaga“
Orðlausir yfir furðulegum starfslokasamningi
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti í dag að senda frá sér ályktun er varðar ákvörðun Framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands um að ganga frá starfslokasamningi við fyrrverandi framkvæmdastjóra sambandsins. Til viðbótar hafa ekki fengist upplýsingar um hvað samningurinn mun kosta sambandið þrátt fyrir fyrirspurnir þar um. Read more „Orðlausir yfir furðulegum starfslokasamningi“
Lokað vegna jarðarfarar
Jóhanna ráðin í sumarafleysingar
Jóhanna Björnsdóttir hefur verið ráðin í sumarafleysingar á Skrifstofu stéttarfélaganna. Jóhanna hóf störf síðasta föstudag. Hún starfaði áður hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sem launafulltrúi og þar áður sem skólaritari Framhaldsskólans á Húsavík. Jóhanna hefur því víðtæka reynslu af skrifstofustörfum. Stéttarfélögin bjóða hana velkomna til starfa.