Hugur í Völsungum á aðalfundi

Aðalfundur Völsungs fór fram í kvöld. Mjög góð mæting var á fundinn miðað við síðustu ár, en á þriðja tug Völsunga tók þátt í líflegum og skemmtilegum umræðum á fundinum. Gerð var grein fyrir stafsemi félagsins og ársreikningum fyrir síðasta starfsár. Almenn ánægja kom fram með fjárhagslega stöðu félagsins en samkvæmt ársreikningum aðalsjóðs Völsungs varð 5,5 milljón króna hagnaður af starfseminni. Read more „Hugur í Völsungum á aðalfundi“

Framsýn með virkustu heimasíðuna

Samkvæmt óformlegri skoðanakönnun er Framsýn- stéttarfélag með virkustu heimasíðuna innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands. Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur standa að heimasíðunni. Félögin leggja mikið upp úr því að veita félagsmönnum góðar upplýsingar um starfsemi félaganna  og réttindi þeirra og skyldur. Flettingar á dag eru yfir þúsund. Read more „Framsýn með virkustu heimasíðuna“

Þing NU haldið á Íslandi í ár

Þing Nordisk Union, samtaka launafólks í matvælaframleiðslu á Norðurlöndum, verður haldin á Selfossi daganna 21-23 ágúst. Samtökin eru norrænn samstarfsvettvangur um 150.000 félagsmanna innan margvíslegra starfsgreina tengdum matvælaframleiðslu, s.s. fiskvinnslu, landbúnaði og matvælavinnslu. Á þingið mæta um 50 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum til að ræða málefni starfsfólks í matvælaiðnaði. Read more „Þing NU haldið á Íslandi í ár“

17 umsóknir um starf skrifstofustjóra á Skrifstofu stéttarfélaganna

Alls bárust 17 umsóknir um starf skrifstofu- og fjármálastjóra á skrifstofu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Umsóknirnar koma víða að frá stöðum á Íslandi og reyndar frá Danmörku líka. Starfið felur í sér umsjón með bókhaldi, fjármálastjórn og almennri þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna sem telja um 2600 manns. Read more „17 umsóknir um starf skrifstofustjóra á Skrifstofu stéttarfélaganna“

Atvinnumál á Húsavík til umræðu á N4

Sjónvarpsstöðin N4 var á ferð á Húsavík fyrir nokkru og tók m.a. viðtal við formann Framsýnar um atvinnumál á Húsavík. Hér má sjá viðtalið við Aðalstein Árna  http://www.n4.is/tube/file/view/1920/    Til viðbótar má geta þess að 108 einstaklingar eru á atvinnuleyisskrá á félagssvæði stéttarfélganna í Þingeyjarsýslum í dag. Read more „Atvinnumál á Húsavík til umræðu á N4“