Óþolandi ástand

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, segir það gjörsamlega óþolandi ástand að ekki sé til staðar kjarasamningur á landsvísu fyrir sjómenn á smábátum að 15 brúttótonnum. Það sé mannréttindabrot. Heildarsamtök sjómanna verði að bregðast við því með því að hefja þegar í stað viðræður við Landssamband smábátaeigenda um gerð kjarasamnings. Read more „Óþolandi ástand“

Vinnustaðaheimsóknir á morgun

Formaður Framsýnar verður á ferðinni á austursvæðinu á morgun. Til stendur að koma við í Rifós, Silfurstjörnunni og Fjallalambi. Gefist tími til mun hann koma við á fleiri vinnustöðum. Félagsmenn sem þurfa að ná tali af formanninum fyrir austan er bent á að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna í dag eða á morgun.

Merkileg saga – merkilegt hús

Neðst í skrúðgarðinum á Húsavík, sunnan Búðarár, stendur Árholt fagurrautt hús með hvítum gluggum. Þetta er annað elsta íbúðarhúsið á staðnum. Árholt hefur alla tíð verið í eigu sömu ættar og á morgun, 8. september verða liðin 120 ár síðan frumbyggjarnir fluttu inn. Hulda Þórhallsdóttir býr þar í dag. Árholt er ef til vill rómantískasta hús á Húsavík, þegar á allt er litið, segir Karl Kristjánsson í fyrsta bindi Sögu Húsavíkur. Read more „Merkileg saga – merkilegt hús“

Viðræður í gangi við fyrirtæki á svæðinu

Fulltrúar Framsýnar hafa síðustu daga fundað með forsvarsmönnum fyrirtækja í Norður-Þingeyjarsýslu um sérkjarasamninga fyrir starfsmenn viðkomandi fyrirtækja. Viðræðurnar hafa verið vinsamlegar og munu væntanlega klárast á næstu vikum. Þá fara fram viðræður í dag milli Framsýnar og Fjallalambs um kjör starfsmanna í sláturtíðinni í haust. Read more „Viðræður í gangi við fyrirtæki á svæðinu“

Olga heiðruð!!

Ritari Framsýnar og góður félagi, Olga Gísladóttir, átti nýverið stórafmæli en hún varð 50 ára 1. ágúst sl. Félagar hennar í stjórn og trúnaðarmannaráði fannst því við hæfi að færa henni smá gjöf á fundi ráðsins sem haldin  var síðasta sunnudag.

Samningafundur á morgun

Fulltrúar Framsýnar munu halda suður til Reykjavíkur í morgunsárið til að funda með Bændasamtökum Íslands um kjarasamning fyrir landbúnaðarverkamenn. Fundurinn verður í húsi Ríkissáttasemjara undir hans stjórn og hefst kl. 11:00. Viðræður aðila hafa gengið hægt undanfarið en formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, sagðist vonast til að samningaviðræðurnar færu að klárast. Read more „Samningafundur á morgun“

Námskeið fyrir fólk með skerta vinnufærni eða öryrkja

Virk – starfsendurhæfingarsjóður var stofnaður árið 2008 af aðilum vinnumarkaðarins. Helstu verkefni Virk eru að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum starfsendurhæfingarþjónustu og stuðning til að draga úr líkum á því að einstaklingar með heilsubrest detti af vinnumarkaði og styðja þá sem eru utan vinnumarkaðar til að komast þangað aftur. Read more „Námskeið fyrir fólk með skerta vinnufærni eða öryrkja“