Rétt í þessu var að losna orlofshús á vegum stéttarfélaganna í Flókalundi. Húsið sem er 42 fm. stendur í Orlofsbyggðinni í Flókalundi sem er rómað svæði fyrir fegurð og stórbrotið landslag enda á Vestfjörðum. Húsið er með 2 svefnherbergjum, stofu og borðstofu með eldhúskrók. Svefnpláss og sængur eru fyrir 6 manns og hægt er að fá lánaða dýnu hjá umsjónarmanni. Húsið er númer 2 og er laust frá föstudeginum 16. júlí. Áhugasamir hafi samband við Lindu á Skrifstofu stéttarfélaganna, 4646600.