Opnað hefur verið fyrir skráningar á námskeiðin á slóðinni: http://www.ntv.is/is/namskeid/nam-i-bodi-stettarfelags
Frekari upplýsingar um námskeiðin má finna á eftirfarandi slóð: http://www.ntv.is/is/um-ntv/yfirlit-flokka/view/stettarfelags-namskeid
Félagsmönnum aðildarfélaga Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar bjóðast þessi námskeið sér að kostnaðarlausu.
Einstaklingar skrá sig hjá NTV skólanum og mun skólinn senda reikninga beint á skrifstofu fræðslusjóðanna
Námskeiðin sem um ræðir eru:
Námskeið | Dagsetningar | Vikur |
Bókhald Grunnur | 21. apríl til 10. júní | 8 vikur |
Digital Marketing | 21. apríl til 26. maí | 5 vikur |
Frá hugmynd að eigin rekstri(Gerð viðskiptaáætlunar) | 21. apríl til 26. maí | 5 vikur |
Öll námskeiðin (námsefni, verkefnavinna, verkefnaskil og samskipti) eru inni á nemendaumhverfi NTV skólans í gegnum nettengingu.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá NTV skólanum eða þínu stéttarfélagi og einnig hægt að leita upplýsinga hjá Huldu eða Kristínu á skrifstofu fræðslusjóðanna (s:599-1450).