Þegar forsetar ASÍ voru á ferðinni á Húsavík í vikunni færði Framsýn þeim landbúnaðarvörur að gjöf úr héraðinu, það er frá Fjallalambi og Hveravöllum í Reykjahverfi. Með gjöfinni fylgdi hvatning til Alþýðusambandsins að standa vörð um íslenskan landbúnað, ekki síst þar sem fjöldi félagsmanna aðildarfélaga sambandsins starfar við landbúnað á Íslandi.