Í Skránni í gær er að finna auglýsingu frá Vinnumálastofnun þar sem fram kemur að stofnunin hafi ákveðið að opna skrifstofu á Húsavík föstudaginn 16. október. Skrifstofan verður staðsett að Garðarsbraut 26 og verður opin frá 09:00 til 13:00 frá mánudegi til fimmtudags. Á föstudögum verður skrifstofan opin frá kl. 09:00 til 12:00. Eins og fram kemur í fréttinni verður skrifstofan staðsett í húsnæði stéttarfélaganna, það er í suðurendanum við fundaraðstöðuna sem snýr að Garðarsbrautinni. Þeir sem þurfa á þjónustunni að halda koma til með að ganga inn um útihurð á suðurhlið hússins.
Vegna COVID-19 verður eingöngu um rafræna þjónustu að ræða hjá Vinnumálastofnun til að byrja með, það er meðan takmarkanir þurfa að gilda vegna faraldursins sem herjar á heimsbyggðina um þessar mundir. Vonandi verður hægt að opna fyrir heimsóknir sem allra fyrst. (Fréttin hefur verið uppfærð)
Gengið verður um hurð á suðurhlið á húsnæði stéttarfélaganna, eigi menn erindi við starfsmann Vinnumálastofnunnar.
Auglýsingin í Skránni í dag.