Hvetjum til rafrænna samskipta við skrifstofuna

Ný reglugerð um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 hafa tekið gildi og leggja stéttarfélögin; Framsýn, Þingiðn og STH áherslu á að fylgja tilmælum heilbrigðisyfirvalda um hertar sóttvarnir. Vegna þessa vilja stéttarfélögin og starfsmenn þeirra hvetja félagsmenn eindregið til að nýta sér síma, tölvupóst og vefsíðu stéttarfélaganna www.framsyn.is fremur en að mæta á skrifstofuna komi þeir því við.

Fjölmörgum erindum er hægt að sinna gegnum síma og með tölvupósti, en að sjálfsögðu er áfram tekið á móti félagsmönnum á opnunartíma. Sími félagsins er 464-6600. Netföng starfsmanna eru inn á heimasíðu stéttarfélaganna.

Höfum í huga:

  • Virðum fjarlægðarreglur sem eru í gildi.
  • Sprittum hendur
  • Þvoum hendur reglulega
  • Notum grímur í fjölmenni
  • Forðumst óþarfa snertingar

Með þessum aðgerðum leggja félagsmenn og þeir sem erindi eiga á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík sitt af mörkum til að minka líkur á því að vírusinn breiðist hraðar út en efni standa til.

 

Þingiðn

Framsýn stéttarfélag

Starfsmannafélag Húsavíkur