Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum fagnar 60 ára afmæli í dag, föstudaginn 2. október. Starfsmenn stéttarfélaganna plötuðu hann í heimsókn í morgun. Starfsmennirnir töldu við hæfi að færa formanninum smá gjöf í tilefni dagsins auk þess að bjóða honum upp á afmælistertu og afmælissöng. Jónas var verulega hissa yfir þessu öllu saman enda reiknaði hann ekki með þessari uppákomu. Til hamingju með daginn félagi Jónas!