Vinnumálastofnun þakkar fyrir sig

Starfsfólki Skrifstofu stéttarfélaganna barst í vikunni glaðningur frá Vinnumálastofnun, það er frá skrifstofu stofnunarinnar á Norðurlandi eystra með þakklæti fyrir aðstoðina. Hér er verið að vitna til þess að mikið álag hefur verið á Skrifstofu stéttarfélaganna undanfarnar vikur og mánuði sem tengist aðstæðum sem skapast hafa vegna Covid-19 og falla undir starfsemi Vinnumálastofnunnar. Starfsfólk stéttarfélaganna þakkar fyrir sendinguna sem er konfekt frá Nóa.