Atvinnuástand hjá iðnaðarmönnum í Þingeyjarsýslum hefur almennt verið mjög gott, sérstaklega í byggingariðnaði. Töluvert hefur verið um húsbyggingar og viðhald á eldra húsnæði. Þessir tveir heiðursmenn sem báðir starfa hjá Trésmiðjunni Rein, Sigmar Stefánsson og Artur Ostaszewski, voru að skipta um þak á húsi við Álfhólinn á Húsavík þegar starfsmaður stéttarfélaganna átti þar leið hjá í góða veðrinu sem verið hefur hér Norðanlands undanfarnar vikur.
Það er eins gott að veðrið sé gott þegar skipt er um þak á húsi sem þessu.