Formenn SGS fóru yfir stöðuna í morgun

Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands fóru yfir stöðuna sem komin er upp í þjóðfélaginu vegna Covid 19 veirunnar. Fundað var í gegnum svokallað zoom kerfi í morgun. Magnús M. Norðdahl deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ satt einnig fundinn og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Fram kom að starfsfólk stéttarfélaganna er að gera sitt besta til að þjónusta félagsmenn og ekki síður fyrirtæki sem í stórum stíll hafa leitað til stéttarfélaganna eftir upplýsingum er varðar stöðu fyrirtækja og þar með starfsmanna við þær fordæmalausu aðstæður sem atvinnulífið býr við um þessar mundir. Ljóst er að mikið álag er á starfsmönnum stéttarfélaganna sem leitast við að gera sitt besta til að þjónusta félagsmenn og þá aðra sem þurfa á þjónustu félaganna að halda.