Kynningarfundur um kjarasamning við ríkið – félagsmenn Framsýnar

Framsýn boðar til kynningarfundar um nýgerðan kjarasamning félagsins við ríkið fimmtudaginn 19. mars. Fundurinn verður í fundasal stéttarfélaganna og hefst kl. 17:00. Atkvæðagreiðsla um samninginn verður rafræn og munu félagsmenn Framsýnar fá kjörgögn heim til sín á næstu dögum. Kjarasamningurinn nær til félagsmanna Framsýnar sem starfa hjá ríkisstofnunum s.s. hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Vegagerðinni, framhaldsskólum og Skógrækt ríkisins.

Framsýn stéttarfélag