Flosi Eiríksson gestur á fundi Miðflokksins á Húsavík

Þingeyjardeild Miðflokkusins hélt opin málfund um álögur á fyrirtæki og einstaklinga í salakynnum Skrifstofu stéttarfélaganna laugardaginn 26. október. Fundurinn var vel sóttur en um 60 manns sátu hann.

Ásamt formanni Miðflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni tóku til máls á fundinum Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, Hrafnhildur E. Karlsdóttir, hótelstjóri Hótel KEA, Ólafur Ísleifsson, þingmaður, Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður og loks Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.