Málefni Sjómannafélags Íslands hafa mikið verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Rétt er að taka fram að Sjómannafélag Íslands er sjálfstætt stéttarfélag sjómanna sem stendur fyrir utan Sjómannasamband Íslands, sem er samband sjómannafélaga á Íslandi sem hafa undirmenn innan sinna raða. Félagið er heldur ekki aðili að Alþýðusambandi Íslands. Þess má geta að Sjómannadeild Framsýnar á aðild að Sjómannasambandi Íslands og þar með Alþýðusambandi Íslands.
Sjómannafélag Íslands hét áður Sjómannafélag Reykjavíkur en tóku ákvörðun um að skipta um nafn og heitir nú Sjómannafélag Íslands. Eðlilega hefur þetta valdið töluverðum ruglingi meðal fólks og fjölmiðla sem fjallað hafa um innri málefni Sjómannafélags Íslands undanfarið. Félag sem er ekki í góðum málum sé tekið mið af fréttum síðustu daga.