Atkvæðagreiðsla í gangi

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um sérkjarasamning PCC og Framsýnar/Þingiðnar vegna framleiðslustarfsmanna og iðnaðarmanna sem koma til með að starfa í verksmiðju fyrirtækisins á Bakka.  Félögin standa fyrir tveimur kynningarfundum um samninginn, annar var í gær og sá síðari verður í dag kl. 16:00. Atkvæðagreiðslu um samninginn lýkur eftir fundinn í dag. Talið verður á morgun og mun niðurstaðan birtast hér á síðunni í kjölfarið. Um 111 starfsmenn koma til með að starfa í verksmiðjunni. Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum í gær: