Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, var í viðtali í útvarpsfréttum Bylgjunnar í hádeginu þann 15. febrúar síðastliðinn.
Umræðuefnið voru núgildandi kjarasamningar og hvort skuli segja þeim um núna í febrúar eins og heimild er fyrir. Deildar meiningar eru innan verkalýðshreyfingarinnar í landinu hvort segja skuli upp samningunum. Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar áliktaði um málið nú í vikunni og var eining um að segja upp samningunum eins og lesa má um hér.
Að ofan má sjá forsíðu héraðsfréttablaðsins Skarps en þar er einmitt fjallað um þessi mál.
Hlusta má á viðtalið á vefsíðu Bylgjunnar.