Forsetinn kom í heimsókn

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis kom í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær. Farið var yfir hin ýmsu málefni á sviði stjórnmálanna, sérstaklega þau sem við koma starfi stéttarfélaganna svo sem mikilvægi keðjuábyrgðar og kjaramál.

Það er alltaf ánægjulegt að fá svona góðar heimsóknir. Við hvetjum aðra stjórnmálamenn að koma við hér á skrifstofunni þegar þeir eiga leið hjá og taka stöðuna á þeim málefnum sem eru efst á baugi.