Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að því að gera við húsnæði stéttarfélagana á Húsavík en húsnæðið var komið á verulegt viðhald. Búið er að mála húsið gera við loftinntök við þak og nú fyrir jólin hafa iðnaðarmenn unnið að því að gera við þak á sólstofu sem hefur ekki haldið vatni. Þá stendur til að skipta um járn á öllu þakinu næsta sumar enda komið á mikið viðhald og nánast ónýtt. Eftir að þeim framkvæmdum lýkur verður húsnæðið orðið eins og nýtt. Á myndinni eru Jónmundur Aðalsteinsson og Vigfús Þór Leifsson við störf en þeir starfa hjá Norðurvík.