Í gær afhendi Minningarsjóður Aðalsteins Árna Baldurssonar björgunarsveitinni Garðari á Húsavík að gjöf kr. 641.913,- til eflingar á sjóbjörgunardeild sveitarinnar.
Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1963 í kjölfar þess að vélbáturinn Maí TH 194 fórst í línuróðri við Mánareyjar 21. október 1959. Með Maí fórust tveir sjómenn, þeir Kristján Stefán Jónsson og Aðalsteinn Árni Baldursson. Þess má geta að í kjölfar slyssins var Björgunarsveitin Garðar stofnuð.
Frá afhendingu gjafarinnar, Leifur Vilhelm Baldursson og Eiður Árnason stjórnarmenn í minningarsjóðnum og Birgir Mikaelsson, Fanney Óskarsdóttir og Vilhjálmur Pálsson frá Björgunarsveitinni Garðari.