Flottasta fólkið

Starfsgreinasamband Íslands stóð fyrir samlestri á kjarasamningum í Reykjavík á dögunum. Til fundarins voru boðaðir formenn og starfsmenn stéttarfélaga enda mikilvægt að þessi hópur sé með eina skýra línu er varðar túlkun kjarasamninga og þær breytingar sem þarf að gera á innihaldi kjarasamninganna svo forðast megi mistúlkanir. Fulltrúar frá Framsýn og Verkalýðsfélagi Akraness sátu saman á borði á fundinum, hér má sjá Jónínu Hermanns og Lindu Baldurs með Vilhjálmi Birgissyni formanni VA. Það fór vel á með þeim á fundinum eins og sjá má á myndinni.

 

Góð mæting var á fund Starfsgreinasambands Íslands. Tilefni fundarins var að lesa sameiginlega yfir kjarasamninga sem sambandið er með við Samtök atvinnulífsins.