Síðastliðin föstudag, 1. desember gerðu starfsmenn á Garðarsbraut 26 sér dagamun í hádeginu í tilefni að því að stutt er til jóla. Boðið var upp á hangikjöt með jafning og öðru tilheyrandi meðlæti. Í eftirrétt var ís og ávextir upp á gamla mátann. Eftirfarandi myndir eru frá þessari stundu.