Arnór uppfærir vefinn

Arnór Aðalsteinn Ragnarsson hefur tekið að sér viðhald á vef stéttarfélaganna, Framsyn.is. Arnór sem hefur lokið prófi í vefþróun frá Tækniskólanum er nýlega fluttur til Húsavíkur með sína fjölskyldu og hefur hafið sjálfstæðan rekstur í vefhönnun, vefsíðugerð og aðra slíka þjónustu. Arnór kemur til með að þjónusta vefsíðuna eftir þörfum.

Þess má geta að aðrir sem kynnu að hafa áhuga á þjónustu Arnórs geta náð í hann í síma 8669685.

Hér að ofan má sjá Arnór vera búinn að koma sér fyrir á Garðarsbraut 26 ásamt Aðalsteini. J. Halldórssyni, starfsmanni stéttarfélaganna.