Gallup- Góð þekking á starfsemi Framsýnar

Gallup gerði könnun fyrir Framsýn í október og nóvember. Markmiðið var að kanna vitund almennings á Íslandi um Framsýn, stéttarfélag. Könnunin náði til 1413 einstaklinga af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.  Þátttökuhlutfallið var 59,8%.

Í mjög stuttu máli kom könnunin almennt mjög vel út fyrir félagið þar sem stór hluti þjóðarinnar er kunnugt um starfsemi félagsins, það er þekkir mjög vel til félagsins, frekar vel eða hefur heyrt talað um Framsýn.

Aldraðir vita mest um starfsemina og ungt fólk minnst. Svo dæmi tekið vissu 79% þeirra sem eru eldri en 65 ára um starfsemina meðan aðeins 12% ungs fólks innan við 24 ára aldur vissi af starfseminni.

Almennt þekkja þeir sem eru á vinnumarkaði og eru á aldrinum  45 ára upp í 64 ára aldur ágætlega til starfseminnar eða um 72% svarenda. Þegar neðar dregur í aldri þeirra sem eru á vinnumarkaði dregur aðeins úr vitneskju þeirra um starfsemi Framsýnar.

Þá vita karlar töluvert meira um starfsemina en konur. Félagsmenn sem vilja fræðast betur um könnunina er velkomið að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna þar sem könnunin liggur frammi.