Starfsmenn Fuji í heimsókn

Undanfarin misseri hefur verið mikið um heimsóknir á Skrifstofu stéttarfélaganna frá hinum ýmissu aðilum sem tengjast framkvæmdunum á Bakka og Þeistareykjum. Í dag komu nokkrir starfsmenn Fuji Electric við á skrifstofunni. Fyrirtækið hefur verið við störf á Þeistareykjum undanfarið tæpt ár og mun verða fram á mitt næsta ár.

Starsmenn fyrirtækisins létu vel af sér, enda vanir því að vinna víða um veröld. Þeim þótti þó frekar kalt á Íslandi og veturinn nokkuð lengri en þeir eiga að venjast. Þeir fóru yfir sviðið á Þeistareykjum, hvað sé mikið eftir af þeirra verki og fleira í þeim dúr.

Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem Skrifstofa stéttarfélaganna er heimsótt af fólki frá Japan.