Formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna Baldurssyni, var boðið að vera gestur á fundi nefndar á vegum Öryrkjabandalagsins um kjör og velferð öryrkja. Fundurinn fór fram í Reykjavík fyrir helgina. Auk Aðalsteins tóku Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR þátt í fundinum. Fundurinn var mjög vinsamlegur og fór vel fram og skiptust fulltrúar Öryrkjabandalagsins á skoðunum með formennina þrjá. Töluvert er um að þremenningarnir séu beðnir um að vera á fundum með ýmsum hópum um velferðarmál og skyld málefni. Ljóst er að málflutningur þeirra höfðar til margra í samfélaginu.