Stéttarfélögin, Þingiðn og Framsýn, standa fyrir opnum fundi í dag, miðvikudag, um breytingar á greiðslum starfsmanna/fyrirtækja í lífeyrissjóði. Breytingarnar tóku gildi 1. júlí 2017. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna og hefst kl. 17:00.
Það er afar mikilvægt að félagsmenn kynni sér vel þær breytingar sem samþykktar hafa verið á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóði. Hvaða leið vilja menn fara, tilgreinda séreign eða trygginavernd.
Framsýn, stéttarfélag
Þingiðn, félag iðnaðarmanna