Meðallaun félagsfólks Framsýnar

Í nýrri ársskýrslu Framsýnar fyrir árið 2016 er súlurit sem sýnir tekjur félagsfólks á árunum 2012 – 2016. Hægt er að sjá hvernig tekjur dreifast á milli mánaða á þessu árabili.

Tölurnar gefa vísbendingu um heildar meðaltekjur félagsfólks. Eins og sjá má á myndinni eru heildar meðaltekjur fólks í kringum 400.000 á mánuði Taka skal fram að inn í þessum tölum er fólk sem vinnur hlutastörf og sömuleiðis tímabundnir starfsmenn sem eru einungis hluta árs starfandi hér á svæðinu. Ætla má því að heildartekjur þeirra sem eru í fullu starfi séu talsvert hærri en kemur fram í súluritinu.

Ljóst er af þessu súluriti að tekjur eru að hækka. Stórt stökk er á milli áranna 2014 og 2015 og annað svipað stökk varð svo á milli 2015 og 2016. Tekjur fólkst eru því greinilega að hækka sem er vitaskuld mikið gleðiefni.