Samheldni starfsmanna í baráttu um byggðakvóta

Formaður Framsýnar gerði sér ferð til Raufarhafnar fyrir helgina til að eiga fund með forsvarsmönnum og starfsmönnum fiskvinnslu Hólmsteins Helgasonar ehf. á Raufarhöfn. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er óánægja með að fyrirtækið hafi ekki fengið hlutdeild í sérstökum byggðakvóta sem fór til Raufarhafnar. Í heildina komu 500 tonn af byggðakvóta til Raufarhafnar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Þrátt fyrir alvarleika málsins var að sögn formanns Framsýnar ánægjulegt að koma í heimsókn á vinnustaðinn. Greinilegt væri að mikil samheldni væri meðal starfsmanna sem stæðu heilshugar að baki eigendum fyrirtækisins sem telja að gengið hafi verið fram hjá þeim við úthlutun kvótans. Þá liggur fyrir að fiskvinnslunni verður lokað í vor þar sem ekki fékkst byggðakvóti til vinnslu með þeim heimildum sem fyrirtækið á sem er um 500 tonn. Starfsmenn koma því til með að missa vinnuna í vor en um 10 starfsmenn hafa verið við störf í vetur. Málið verður til umræðu á fundi stjórnar Framsýnar síðar í vikunni auk þess sem formaður Framsýnar hefur óskað eftir að málið verði tekið upp á fundi stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga sem haldinn verður síðar í dag.

sjomenn0217 030

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Formaður Framsýnar fundaði með forsvarsmönnum fiskvinnslu Hólmsteins Helgasonar á Raufarhöfn fyrir helgina. Mikil óánægja er meðal starfsmanna og forsvarsmanna fyrirtækisins að fyrirtækis skyldi ekki fá hlutdeild í byggðakvóta sem var úthlutað til Raufarhafnar. Starfsmönnum hefur verið sagt upp og láta þeir af störfum í vor.