Klukkan 13:00 í dag höfðu 58% sjómanna kosið

Sjómenn innan Framsýnar geta kosið til kl. 15:00 í dag. Kjörstaður er opinn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Eftir kl. 15:00 geta þeir sem koma því ekki við að kjósa á auglýstum tíma haft samband við formann félagsins Aðalstein Árna Baldursson í síma 8646604 og kosið til kl. 17:00 í dag. Þegar þetta er skrifað kl. 13:00 hafa um 58% félagsmanna innan Framsýnar kosið. Kjörstaður var opinn í gær eftir kynningarfund sem var haldinn kl. 17:00. Framsýn skorar á sjómenn að koma við og kjósa, hvert atkvæði skiptir máli.