Verkalýðsfélag Þórshafnar var með kennslu á hluta af námskeiði fyrir starfsmenn Loðnubræðslu Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn sem nú stendur yfir.
Sá hluti námskeiðsins sem Verkalýðsfélag Þórshafnar kenndi heitir Vinna og vinnumarkaður og þar er fjallað um atvinnulífið, starfsfólkið og launakerfin.
Þarna er lögð höfuðáhersla á að kynna hlutverk aðila vinnumarkaðsins og vinnulöggjöfina. Þá er námsmönnum kynnt réttindi og skyldur starfsfólks og farið ítarlega í framkvæmd kjarasamninga, sérstaklega varaðandi ráðningar, kauptryggingu, launamál, frítökurétt, veikinda- og orlofsrétt og lífeyrismál.
Námskeið sem þessi eru launafólki mikilvægt til að fara vandlega yfir þau réttindi og þær skyldur sem það ber á vinnumarkaði og miðar að því að gera viðkomandi betur í stakk búinn að afla sér upplýsinga um launakerfi og kjaramál.
Námskeið sem þessi eru því mikilvægur þáttur verkalýðsfélaganna til að styrkja fólk á vinnumarkaði.