Aðstæður á vegum víða varasamar

Á ferð sinni milli Húsavíkur og Þórshafnar í morgun keyrðu starfsmenn stéttarfélaganna fram hjá tveimur bílum sem höfðu keyrt út af í þeim varasömu aðstæðum sem eru víða á vegum núna. Annar þeirra var flutningabíll eins og sjá má hér að ofan.

Við hvetjum vegfarendur til að fara varlega, sérstaklega nú þegar veturinn heilsar.