Um 40 manns á góðum fundi um húsnæðismál

Jón Helgi Gestsson og Jóhann Geirsson stóðu fyrir fundi síðasta laugardag um hugmyndir um byggingu á 30 nýjum íbúðum á lóð sem er við útgarð þar sem lögreglustöðin á Húsavík stendur við. Til stendur að byggja eigna íbúðirnar í tveimur áföngum, það er 15 íbúðir og svo aftur 15 íbúðir verði eftirspurnin góð. Frá fundinum á laugardaginn hafa 6 íbúðir þegar selst verði að byggingunni. Hugmyndin er að byggja íbúðir sem eru annars vegar 68,7 m2 (tveggja herbergja búðir) og hins vegar 100,7 m2 (þriggja herbergja íbúðir). Með íbúðunum fylgja bílastæði í bílakjallara velji íbúar það. Áætlað er að íbúðirnar kosti um 24 milljónir og 35 milljónir, verðin taka mið af stærð íbúðanna sem getið er um í þessari frétt. Velji menn að kaupa sérstök bílastæði í bílakjallara bætast við 5 milljónir á íbúð. Íbúðirnar sem eru á 5 hæðum koma fullkláraðar til eigenda með lóð og úti bílastæðum. Stofnað verður hlutafélag um framkvæmdina sem á að hefjast vorið 2017 með það að markmiði að íbúðirnar verði klárar haustið 2018. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Jón Helga Gestsson í síma 8665455 sem veitir frekari upplýsingar en áhugasamir þurfa að skrá sig fyrir íbúð á næstu tveimur vikum þar sem hugmyndin er að meta þá hvort áhuginn verður það mikill að ráðist verði í þessar byggingar. Þá liggja fyrir teikningar af íbúðunum á Skrifstofu stéttarfélaganna.

ibudirfund1016-004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Góð mæting var á fund áhugamanna um byggingu á íbúðahúsnæði við Útgarð. Hér má sjá Jón Helga Gestsson fara yfir hugmyndafræðina á fundinum.

ibudirfund1016-015

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um er að ræða tvær stærðir á íbúðum, það er 68,7m2 og 100,7m2  íbúðir sem standa við Útgarð 4.