Gengið frá kjarasamningi við ÖÍ

Framsýn gekk í dag frá kjarasamningi við Öryggismiðstöð Íslands vegna starfsmanna sem starfa á vegum fyrirtækisins á Húsavík. Þess má geta að Öryggismiðstöðin sér um alla gæslu á framkvæmdasvæðinu á Bakka. Á myndinni má sjá tvo starfsmenn skoða nýja samninginn í morgun, það er eftir að skrifað var undir hann. Samningurinn gildir frá 1. maí 2016 sem þýðir að starfsmenn munu fá leiðréttingar á sínum kjörum frá þeim tíma.