Góðar kveðjur frá Póllandi

Í apríl slasaðist pólskur starfsmaður á Þeistareykjum illa. Hann hefur verið frá vinnu síðan þá þangað til fyrir skömmu síðan þegar hann snéri aftur til Þeistareykja.

Starfsmenn stéttarfélaganna hafa aðstoðað hann á meðan veikindunum stóð, meðal annars við að sækja þær bætur og réttindi sem honum ber að hafa samkvæmt lögum og kjarasamning.

Það voru fagnaðarfundir þegar formaður Framsýnar hitti hann á vinnustaðafundi á dögunum. Hann þakkaði fyrir góða þjónustu og var greinilega hinn kátasti með þá þjónustu sem hann fékk af hendi stéttarfélagsins síns.

Auk þess vildi hann koma áleiðis kærum þökkum til starfsfólks Heilbrigðisstofnunnar Norðurlands á Húsavík. Hann sagðist hafa fengið framúrskarandi faglega og góða þjónustu.

Þetta er dæmi um hversu mikilvægt það er að vera vel á verði þegar eitthvað kemur upp á í aðstæðum sem þessum.