Sjálfboðaliðar bannaðir í efnahagslegri starfsemi

Framsýn hefur minnt reglulega á það síðustu misseri að sjálfboðaliðar eru bannaðir í efnahagslegri starfsemi. Því miður er það þó staðreynd að enn er pottur brotinn í þessum efnum á okkar félagssvæði. Til dæmis er enn nokkur fjöldi auglýsinga á heimasíðunni Workaway sem og sambærilegum síðum, frá okkar félagssvæði þar sem auglýst er eftir sjálfboðaliðum í efnahagslega starfsemi. Við hvetjum alla sem eiga auglýsingu þar að taka þær í burtu umsvifalaust. Þeir sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum eiga von á eftirlitsaðilum í heimsókn.

Nýlega birti Bændablaðið viðtal við Dröfn Haraldsdóttur, verkefnastjóra hjá ASÍ, þar sem hún fer yfir hvað það þýðir að hafa sjálfboðaliða í efnahagslegri starfsemi, meðal annars þegar kemur að tryggingum og sú staðreynd að þetta er lögbrot. Viðtalið má lesa hér.