Formaður tekur sér sumarfrí

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, verður í sumarfríi frá 25. júlí til 12. ágúst. Viðskiptavinir Skrifstofu stéttarfélaganna eru beðnir um að snúa sér til annarra starfsmanna á skrifstofunni þurfi þeir á aðstoð eða upplýsingum að halda. Nánari upplýsingar um starfsmenn og netföng þeirra eru inn á heimasíðu stéttarfélaganna, www.framsyn.is