Tveggja daga hátíð framundan

Að venju standa stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum fyrir veglegri hátíð næsta sunnudag í Íþróttahöllinni á Húsavík, það er á baráttudegi verkafólks um víða veröld. Hátíðin hefst kl. 14:00 og reiknað er með miklu fjölmenni enda dagskráin glæsileg. Boðið verður upp á frábæra skemmtun undir rjúkandi kaffi og tertu ilm frá Heimabakaríi þar sem fjölmargir skemmtikraftar koma fram s.s. Karlakórinn Hreimur, Friðrik Ómar, Jógvan, Stefán, Andri, Gísli Einars og þá verða ræðumenn dagsins tveir menn sem tala íslensku með hreim, Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar og Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Vá, eins og maðurinn sagði. Á laugardeginum fyrir 1. maí munu stéttarfélögin bjóða starfsmönnum á svæðinu sem tengjast framkvæmdunum á Bakka upp á hátíðartertur og kaffi í mötuneytum starfsmanna. Það er á Þeistareykjum, Bakka og á Höfða. Um þessar mundir koma um 250 starfsmenn að þessum framkvæmdum.

IMG_2652

Mikil hátíðarhöld verða á Húsavík um næstu helgi er tengist baráttudegi verkafólks 1. maí, ekki missa af því.

lnssaga0915 003
Fjölmargir erlendir starfsmenn eru við störf á stór Húsavíkursvæðinu vegna framkvæmdanna er tengjast uppbyggingunni á Bakka. Þeim verður boðið upp á kaffi og tertu á laugardeginum.