Niðurstaða atkvæðagreiðslu nýrra samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárbænda hefur verið gerð kunngjörð. Báðir samningarnir voru samþykktir nokkuð örugglega. Samningarnir voru undirritaðir þann 19. febrúar síðastliðinn af fulltrúum Bændasamtaka Íslands, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Nánar má lesa um atkvæðagreiðsluna hér.