Meistarinn Ingvar Þorvaldsson með málverkasýningu

Ingvar Þorvaldsson býður til málverkasýningar í Safnahúsinu á Húsavík í dag, laugadaginn 19. mars kl. 15.00. Sýningin verður opin daglega frá kl. 15.00 til 18.00. Sýningarlok verða síðan 28. mars. Að mati heimasíðu stéttarfélaganna er Ingvar einn af okkar bestu málurum, þess vegna ekki síst er skorað á Þingeyinga og aðra landsmenn sem leið eiga um Húsavík um páskana að koma við í Safnahúsinu og njóta listarinnar eftir Ingvar málara.