N1 kortið í boði

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa endursamið við N1 um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Í boði er afsláttur á bensíni, bílaþjónustu, bílatengdum rekstrarvörum og veitingum. Félagsmenn geta nálgast kortin á Skrifstofu stéttarfélaganna. Helstu afslættir eru; 10% af veitingum og sælgæti, 12% af bílatengdum vörum og ýmsum rekstrarvörum og 12% af bílaþjónustu. Þá er 7 króna afsláttur af dæluverði á hvern lítra.