Í morgun hófst 48 klukkutíma fiskvinnslunámskeið á Raufarhöfn sem stendur yfir næstu daga. Þátttakendur á námskeiðinu eru 16 frá tveimur fyrirtækjum á Raufarhöfn, GPG-Fiskverkun og HH. Námskeiðið stendur yfir næstu daga og fram yfir áramót. Í lok námskeiðsins útskrifast þátttakendur sem Sérhæfðir fiskvinnslumenn auk þess að fá launahækkun. Námskeiðið byrjaði í morgun með því að formaður Framsýnar fór yfir réttindi og skyldur verkafólks á vinnumarkaði auk þess að fara yfir helstu samtök fyrirtækja og stéttarfélaga. Hér má sjá myndir frá námskeiðinu en greinilegt var á viðbrögðum nemenda í morgun að þau kunnu vel að meta fræðsluna um verkalýðs- og atvinnumál. Myndirnar tala sínu máli: