Sjómenn sitja á undirbúningsfundi

Stjórn Sjómannadeildar Framsýnar kom saman til fundar í morgun til að undirbúa aðalfund deildarinnar á morgun. Aðeins hluti stjórnarinnar komst á fundinn þar sem aðrir voru á sjó. Gestur fundarins var Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. Hann tók þátt í fundinum í gegnum síma. Dagskrá fundarins á morgun er eftirfarandi:

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar verður haldinn þriðjudaginn 29. desember kl. 17:00 í fundarsal félagsins.

Dagskrá.

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Kjaramál

3. Önnur mál

Mikilvægt er að sjómenn láti sjá sig á fundinum og taki þátt í líflegum umræðum um málefni sjómanna og marki stefnu félagsins í kjaramálum sjómanna.

Að sjálfsögðu verður boðið upp á hefðbundnar veitingar í lok fundar.

Stjórn Sjómannadeildar Framsýnar

Stjórnarmenn hlusta á formann Sjómannasambandsins í gegnum síma fara yfir stöðu kjaraviðræðna sambandsins við útgerðarmenn. Eins og sjá má er engin gleði með stöðu mála.