Sveitafélagasamningurinn samþykktur

Félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum hafa samþykkt kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga en félagið á aðild að samningnum.

Á kjörskrá voru 240 félagsmenn, atkvæði greiddu 88 eða 37% félagsmanna sem höfðu kjörgengi. Já sögðu 80, Nei sögðu 7 og auðir seðlar voru 1. Kjarasamningurinn skoðast því samþykktur hjá félagsmönnum Framsýnar sem starfa hjá sveitarfélögum.

Félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá sveitarfélögum hafa samþykkt kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga en félagið á aðild að samningnum.