Spjallað við starfsmenn ÍV

Þegar fréttist að formaður Framsýnar væri á ferðinni til Þórshafnar í dag til að kynna kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga óskuðu starfsmenn Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn eftir fundi með honum. Á fundinum var farið yfir nokkur kjarasamningstengd atriði og námskeið fyrir fiskvinnslufólk.

Formaður Framsýnar kom við í dag hjá starfsmönnum Ísfélagsins sem óskuðu eftir fundi með honum um kjarasamningstengd atriði.