Skrifað undir við sveitarfélögin

Samkvæmt heimildum Heimasíðu stéttarfélaganna skrifuðu Starfsgreinasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamning í kvöld. Ekki hefur náðst í formann Framsýnar sem tók þátt í viðræðunum til að fá þessa frétt staðfesta. Nánar verður fjallað um málið hér á síðunni á morgun. Kjarasamningurinn fer síðan í atkvæðagreiðslu eftir helgina.

Þessi mynd var tekin í Karphúsinu síðdegis í dag af samninganefnd Starfsgreinasambandsins sem var að fara yfir síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaganna. Meðal fundarmanna er formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson.