Framkvæmdir og ferðaþjónusta kalla á aukna umferð

Umferð um Víkurskarðið jókst um 6,6% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Fjórtán prósenta aukning er á umferð um Víkurskarð frá áramótum. Rúmlega 64 þúsund bifreiðar fóru um skarðið í júnímánuði en aldrei hafa svo margar bifreiðar keyrt þennan hluta hringvegarins í einum mánuði. Ef umferðaraukningin sem af er ári helst óbreytt stefnir í að um 1.340 bifreiðar fari í gegnum skarðið á hverjum degi að meðaltali. Skýringarnar á þessari aukningu eru væntanlega tvær, aukin ferðamannastraumur inn á svæðið og framkvæmdirnar á Húsavíkursvæðinu í kringum Bakka sem kalla á töluverða umferð sem er vel.

Vegurinn gerður klár. Um þessar mundir er unnið að því að því að klára veginn frá Húsavík að Þeistareykjum vegna framkvæmdanna á svæðinu. Aldrei hafa fleiri farið um Víkurskarðið í júnímánuði eins og í ár. Helsta ástæðan fyrir því eru framkvæmdir á Húsavíkursvæðinu að mati heimasíðu stéttarfélaganna. Fyrir forvitna er reiknað með því að vegurinn frá Húsavík til Þeistareykja verði kláraður í ágúst. Þá verður hægt að keyra á góðum vegi að þessari perlu sem er innan við 30 km. frá Húsavík.