Varnartröllið tók á verkalýðsforingjanum

Einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið, varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson frá Akureyri, kom við hjá formanni Framsýnar í gær og átti ágætis samræður við hann auk þess sem þeir tókust á í sjómanni. Hart var barist og lengi vel var mikið jafnræði með varnartröllinu og verkalýðsforingjanum. Eftir um klukkutíma rimmu og nokkur leikhlé hafði tröllið frá Akureyri betur.Verkalýðsforinginn telur að Sverre hafi svindlað með því að gretta sig of mikið og þar með komið honum úr öllu jafnvægi og rúmlega það. Hann hafi því orðið að lúta í borð eins og síðasta myndin ber með sér. Sjá myndir frá viðureigninni sem fer örugglega á spjöld sögunnar.