Um 30 milljónir í styrki úr sjúkrasjóði Framsýnar

Á árinu 2014 nutu 904 félagsmenn bóta úr sjúkrasjóði félagsins en voru 519 árið 2013. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 30.197.469,-. Sambærileg tala fyrir árið 2013 er kr. 29.478.415,-. Samkvæmt þessum tölum er óveruleg hækkun milli ára á styrkjum úr sjúkrasjóði.

Um 30 milljónir voru greiddar úr sjúkrasjóði félagsins til félagsmanna á árinu 2014 samkvæmt framkomnum upplýsingum á aðalfundi Framsýnar. Um er að ræða greiðslur eins og sjúkradagpeninga vegna vinnutaps, sjúkraþjálfunar, útfararstyrk og fæðingarstyrk.