Framsýn hefur ákveðið að standa fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu í vor. Námskeiðin sem verða félagsmönnum að kostnaðarlausu verða haldin þar sem þátttaka næst, það er í Mývatnssveit, Reykjadal, Húsavík, Öxarfirði og Raufarhöfn. Um er að ræða tveggja tíma kvöldnámskeið. Námskeiðin verða auglýst betur síðar.
Mikil þörf er á því að haldinn verði námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Fyrir liggur að hvergi er brotið eins mikið á starfsfólki eins og í ferðaþjónustu. Þess vegna, ekki síst, er mikilvægt að stéttarfélög í samstarfi við fyrirtæki í ferðaþjónustu kappkosti að koma þessum málum í betri farveg.